Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
26.2.2008 | 04:41
Enn er pælt.
Þó Vilhjálmur vongóður pæli
í völdum í sjálfstæðisbæli,
sex blindar mýs
vilja setj'ann á ís,
og Ríkið mun redda þeim kæli.
![]() |
Niðurstaðan ekki eins skýr og ætla hefði mátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2008 | 10:12
En hvað fékk kötturinn í morgunmat?
Akgreinaskipti hann æfði af kappi,
einnig að beygja, og leggja í stæði.
Á leið sinni í prófið hann stóð þó í stappi,
hann stýrði ekki beint yfir glerhálkusvæði.
Hann velti yfir keilu og kom nálægt húsi,
og köttur þar inni varð skelfingu lostinn.
Aumingja strákurinn ökunámsfúsi
er nú hjá mömmu á taugunum brostinn.
![]() |
Velti á leið í bílprófið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2008 | 13:55
Misnotkun á skattfé
Frelsi þeir tal'um hjá flokkunum bláu
en forræðishyggju þeir sýna í verki.
Uppkaup á húsunum ónýt'og smáu
við eigum að taka sem framfaramerki.
![]() |
Koma varla til með að binda hendur borgarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)