Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Skuldaskilnaður

Ef að skuldir skelfa hjón

í skilnaði má pæla.

Annars þarf að flýja Frón

svo finnist nokkur sæla.

 

Eina kennitölu, takk,

er talsvert slæmt að missa.

En ef báðar fara á flakk,

ferleg telst það skyssa.

 

Ein, ef lifir, aftur má,

eftir fallið stóra,

íbúð litla eignast þá,

svo einhver verði glóra.


mbl.is Hvenær á að skilja í kreppu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk fyrir MBL.is

Þetta var mun betri fréttaflutningur en sá sem ég gerði athugasemd við síðast.
mbl.is Vilja ríkisstjórnina burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran

Ef að nú hjá Dabba ég fína Evru fengi

ég fjarskalega hrifinn og glaður yrði þá.

Ég kjósa myndi Dabba og kyssa vel og lengi

og kaupa síðan bankann sem langar mig að fá.

 Til Lúxembúrgar fer ég og byrja þar að braska,

í bankanum þar samstundis litla Evru vel,

og skipti henni í krónur, á klakann svo mér haska,

og kaupi mér þar Evrur, og núna tvær ég tel.

Þannig verð ég glaður og þannig verð ég ríkur

á þennan hátt úr loftinu peninga ég spinn.

Svo kaupi ég mér Ísland er öllu yfir lýkur

og aldrey framar handtak þá nokkurn tímann vinn.


mbl.is Kaupþing í Lúxemborg selt á 1 evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MBL.IS, skammist ykkar!

Hvað er með þetta tónlistarval í fréttinni? Eruð þið að tapa ykkur í málstaðsflutningi fyrir þessa ríkisstjórn?

Drottningarviðtöl við þingmenn sem hafa þurft að þola smá háreysti! A.m.k. 4 slík.

Hvar eru viðtöl við einhverja úr hinum hópnum? Þá sem voru ekki handteknir? Þeir voru greinilega á staðnum fyrst að þið getið vitnað í þá.

Fjölmiðlasirkus fáránleika

fæst hérna beint í æð.

Illa mogganum er að skeika,

upphefur sína smæð!


mbl.is Siv: Vildi helst hlaupa í felur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eðlilegt að fyrirtæki geti sett land á hausinn...

Rúv skrifar þessa frétt aðeins öðruvísi:

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item239644/

"Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagðist ekki bera ábyrgð á ástandinu í viðtali við AP-fréttastofuna í gær. Fréttamaður AP fréttastofunnar spurði Geir H. Haarde hvort hann bæði þjóðina afsökunar á því hvernig komið væri fyrir efnahagi Íslendinga. Hann sagðist ekki biðjast persónulega afsökunar en skilja að margir ættu í erfiðleikum.

Geir segir eins og oft áður að hann beri ekki ábyrð á efnhagskreppunni í heiminum. Hann geti tekið ábyrð á aðgerðum ríkisstjórnarinnar en ekki bankamannana. Fréttamaður AP bendir þá á að það sé ríkisstjórnin sem beri ábyrgð á regluverki bankanna.

Geir svarar því að bankarnir hafi að öllum líkindum haldið sig innan laga og reglna."

Ég get ekki lesið annað út úr ofangreindri frétt en að Geir telji það að lagaumhverfið hafi verið ásættanlegt, og að bankarnir hafi haldið sig innan laganna. Honum finnst sem sagt eðlilegt að lagaumhverfið sé þannig að einstaka fyrirtæki geti sett landið á hausinn.

Hvað er hægt að segja um svona málflutning? Hann fullyrðir að hann hafi traust til að vinna áfram vegna þess að vantrauststillaga var felld. Sem sagt, skoðanakannanir segja ekkert til um núverandi traust, heldur bara hvort þingmenn makki rétt. Þingmenn sem missa vinnuna ef þeir gera það ekki. Missa vinnuna og hverfa út í þjóðfélag þar sem enga vinnu er að hafa.

GEIR HILMAR HAARDE: FARÐU HEIM OG HÆTTU Í STJÓRNMÁLUM!

HAARD-svíraður horfir Geir um himinblámann;

framhjá bjálka flísar sér hann,

flesta aðra sökum ber hann.


mbl.is Geir: Tel mig ekki persónulega ábyrgan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband