Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Er eftirlaunafrumvarpið öllum gleymt?

Eftirlaunafrumvarpið öllum virðist gleymt,

það eflaust verður ráðstjórninni dúsa

er þeir missa völdin; því eflaust verður reimt

er Ísland fer að greiða þeirra brúsa.


mbl.is Lífverðir gæta Geirs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýr smjörklípa

Slípa margir slyngir kónar slóttugheitin.

Smeðju valda smánarskeytin,

smjörklípunnar drýpur feitin.

 

Nú þarf að stofna „Nýi Seðlabanki Íslands“ og færa stjórn peningamála þangað!


mbl.is Hryðjuverkalög gegn Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland er landið...

Ísland er landið sem alþingi rýrir,
endalaust sandkassaleikurinn þrífst.
Ísland er land þar sem lið okkur stýrir,
lið sem í gróðaleit einskis nú svífst.
Ísland er land sem að lögin svo skýrir,
að lögbrot það sé ef af klámi þú hrífst.
Ísland er land sem að í okkur pírir,
örlitlum bótum þá föllum við dýpst.

Ísland er landið sem lán okkur veitir.
Lán sem að vaxa frá degi til dags.
Ísland er landið sem okrarar feitir,
einokað geta sér sjálfum til hags.
Ísland er landið sem lamar nú sveitir,
landsbyggðarmennirnir flýja allt baks.
Ísland er landið sem í okkur hreytir,
ónotum, viljum við jafnrétti strax.

Ísland er landið sem öldruðum hafnar.
Öryrkja skattleggur þjóðanna mest.
Ísland er land þar sem iðnaður dafnar.
Umhverfissóðar hér menga nú flest.
Ísland er landið sem endalaust safnar
erlendum skuldum og frjálshyggjupest.
Ísland er land sem að endingu kafnar;
eg vil nú samstundis kalla á prest!


mbl.is Ekki lengur hætta á þjóðargjaldþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og svínið sagði ekki ég...

Er gengið á Glitni mjög dvínar

þá gerast víst aðgerðir brýnar.

Spyr kappi sem kjólföt sín svínar:

„Hver kúkað'í buxurnar mínar!“


mbl.is Lokað fyrir viðskipti áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband