Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
9.7.2007 | 21:43
Ríkisleyndarmálin eru mörg
Leyndarmál er lýðræðinu æðra
ef leynist það á allra hæstu stöðum.
Það gætir okkar allra minnstu bræðra,
ekki þarf að fletta um það blöðum.
![]() |
Bush hafnar óskum Bandaríkjaþings um yfirheyrslur yfir fyrrum aðstoðarmönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.7.2007 | 17:58
Olíulaus framtíð
Þegar að lindirnar þorna og tæmast
mun þriðja heimsstyrjöldin byrja,
og lýðræðishugsjón til dauða mun dæmast,
er djöflakór byrjar að kyrja:
Við orkuna verðum að eiga hér trygga,
og enginn skal standa í vegi.
Já, eflaust það gera mun einhverja hrygga,
en einskis er verður sá tregi.
Yfirráð þýða, á olíusvæðum,
að okkur mun heimurinn lúta.
Flest önnur ríki til hlýðni við hræðum
er höggvum við sum þeirra í búta.
http://video.google.com/videoplay?docid=8677389869548020370&q=oil+smoke+and+mirrors
![]() |
Olíuverð heldur áfram að hækka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2007 | 15:27
Er þetta nú ekki að verða komið gott?
Ef þeir sem mótmæla fá sínu fram
þá fæst engum verkum hér þokað.
Að endingu landið sem Ingólfur nam
allt verður friðað og lokað.
![]() |
Mótmælaaðgerðir fyrirhugaðar við Hellisheiðarvirkjun og við Þjórsá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.7.2007 | 20:24
Plássleysi í fangelsum
Forsetinn vill ekki föngunum sleppa,
og finnst mér það svo sem í lagi.
Vandinn er hins vegar húsnæðiskreppa;
sem hænur í búi þeir fangelsin teppa;
og Sarkozy ætti nú að því að keppa
að úr þessum vandkvæðum dragi.
![]() |
Sarkozy neitar að náða fanga á Bastilludaginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 20:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2007 | 23:39
Til hamingju Mýrarmenn
Út fór Mýrin, ei sem skraut,
ísinn dýra þar hún braut.
Ansi skýran heiður hlaut;
hennar lýrikkur ég naut.
![]() |
Sigurinn á Karlovy Vary kvikmyndahátíðinni kom Baltasar Kormáki á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2007 | 13:05
Skothelt kvótakerfi?
Fækkar störfum, færiböndin stoppa.
Er í kvótakerfinu
kannski einhver gloppa?
![]() |
Staðbundin áhrif vegna þorskaflasamdráttar fimm milljarðar á Vesturlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2007 | 22:21
Hóstaviðbragð
Bensínfótur brást við hart
er braust út hóstinn snarpur.
Hornið næsta hefti fart,
húsið braut víst garpur.
![]() |
Ók á hús nágrannans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2007 | 17:44
Slysamark
Brjálaðist allt þegar Bjarni hann skaut
og boltinn flaug rakleitt í markið.
Marbletti íþróttamennskan þá hlaut
og meiðyrða- byrjar nú harkið.
![]() |
Bjarni: Mér þykir þetta ofboðslega leiðinlegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2007 | 10:00
Það er erfitt að undirbúa sig fyrir kvikmyndahlutverk
Innlifun leiddi til ofbeldisverka,
örg varð hún Britney við ljósmyndasnápinn.
Reidd var til höfuðhöggs regnhlífin sterka,
reyndi þar á hve hann þykkan bar skrápinn.
Kvikmyndahlutverkið kom henni í bobba,
karakter var hún í liðlangan daginn.
Af þessu vill hún þó ekki sig grobba,
önnur fékk hlutverkið, þrátt fyrir slaginn.
![]() |
Ofbeldi Britney vegna kvikmyndahlutverks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)