Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
19.10.2007 | 15:06
Það á alltaf að vanda sig
Komi ekki konan þín
og kunni ekki á blettinn,
þá ekki hamast eins og svín;
alúð legðu í sprettinn.
Fá aldrei fullnægingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2007 | 17:37
Varúð: ekki fyrir viðkvæma
Páfi heyrði prestsins tuð
sem pínu vakti illa.
Aðeins hann má elska Guð,
hjá öðrum telst það villa.
Kynvilla það kallast vart
ef Krist ég elska myndi.
Og nú mér þætti nokkuð svart
ef nágirnd einhver fyndi.
Vatíkanið vísar samkynhneigðum presti á dyr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2007 | 15:38
Menúett
Allir þekkja volga Villa,
villir hann, tryllir hann.
Í orkuleik við ótal milla
æðir hann. Græðir hann?
En kauprétturinn kom á borðið,
kynlegt var þá málið orðið.
Framsókn skautar fram hjá þessu,
(fríhjólar).
Framsókn skautar fram hjá þessu,
fríhjólar með glans!
Allt var þetta eintóm dilla,
oní hann niður rann
einkavinaeiturpilla,
og hann brann með sóma og sann.
Gullkálfinn hann gat ei sorðið,
grætur sjálf síns framamorðið.
Framsókn skautar fram hjá þessu,
(fríhjólar).
Framsókn skautar fram hjá þessu,
fríhjólar með glans!
Nýr meirihluti myndaður í borgarstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2007 | 10:22
Fram, fram, aldrei að bakka
Hamlar ekkert hugarflugi,
heilum skal nú þakka
að eftir nokkra áratugi
enginn kann að bakka.
Framtíðarbíll gerir bakkgírinn óþarfan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2007 | 23:32
Ísl-Enska
In bissniss skúl æd læk tú lörn
ðe langvits off ðe dei.
ðiss sjittí kántrí sún vill törn
tú sivil íngliss vei.
Verzló vill fá enska námsbraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)