29.12.2009 | 21:27
Álitsgjöf í Kastljósi: Heiðrún Lind Marteinsdóttir
Ég hef dottið inn í álitsgjöf Kastljóss á "versta hinu og þessu" nú tvö kvöld í röð. Þar kemur fram ein manneskja sem er svo á skjön við þann raunveruleika sem ég er að upplifa í íslensku samfélagi, að ég varð kjaftstopp bæði kvöldin. Þó ekki lengur en hingað.
Lifir þessi manneskja, sem, skv. netleit, er/hefur verið Heimdella, kosningastjóri Gísla Marteins, lögfræðingur hjá Lex og "hefur kvenlegan og klassískan fatastíl" (svo öllu sé nú haldið til haga), virkilega í þeim heimi að hún telur fréttastofu RÚV vera skúrk ársins?
Ekki einu sinni DV, sem er á óopinberum óvinalista bláu handarinnar, kemst neðar í sorann en RÚV skv. mati þessarar ágætu konu.
Það er sem sagt meiri skúrksháttur að vera álitinn hallur undir EB-aðild (sem Heið-bláir hafa haldið nokkuð á lofti í ár), en að t.d. kosta íslenskan almenning fleiri hundruð og fimmtíu milljarða, og í einhverjum tilfellum biðja um bónus fyrir viðvikið.
Það er meiri skúrksháttur að vera álitinn hallur undir EB-aðild en að brjóta lög með "barnalánum".
Hneyksli ársins var hjá henni í gær, Búsáhaldabyltingin. Það er þá væntanlega hneykslið að koma frá sjálfstæðisflokkum, sem ekki dugði 18 ár til að setja upp þann lagaramma sem hefði forðað ríkissjóði frá tæknilegu, ef ekki fullu, gjaldþroti.
Það vona ég svo innilega að þessi mæta kona komist aldrei til nokkurra stjórnmálalegra áhrifa.
Athugasemdir
Ég var einmitt að furða mig á hvaða geimvera þetta væri sem heimdellingarnir í Kastljósi hefðu grafið upp.
Jens Guð, 29.12.2009 kl. 21:44
Vissi nú ekki að hún væri Heimdella en er alveg sammála henni RÚV er búin að vera í mörg ár Skunkur ársins, Búsáhaldabyltingin hefur svikið launþega þessa lands.
Rauða Ljónið, 29.12.2009 kl. 21:50
Ég sá ekki betur en að hún hefði boðið sig fram til formanns Heimdallar. Varla hefur hún gert það nema að hún hafi verið skráð þar inn.
Búsáhaldabyltingin hefur engan svikið. Það skrifast allt á fjórflokkinn, en ekki fólkinu sem svíður undan honum.
Billi bilaði, 29.12.2009 kl. 21:53
Auðvita skrifast það á fjórflokkinn en þeir gátu breitt sér en hafa þeir ekki gert.
Rauða Ljónið, 29.12.2009 kl. 22:04
Hvernig sveik þá byltingin? Kannski á þann hátt að vera ekki enn meiri bylting og halda 4-flokknum við völd. A.m.k. studdi ég þá ekki til áframhaldandi græðgisvæðingar og yfirhylmingar. Ég hef aldrei verið eins stoltur af atkvæði mínu eins og nú, með því að kjósa Borgarahreyfinguna. Þó að hreyfingin sjálf hafi farið í sjálfseyðingarham, þá er ég sáttari við þá fulltrúa hennar sem nú eru á þingi, en alla aðra þingmenn. Ég veit ekki hvort aðrir geti sagt það sama af fullri sannfæringu.
Billi bilaði, 29.12.2009 kl. 22:09
Heiðrún þessi er af þeirri tegund fólks sem hefur aldrei dýft hendinni kalt vatn og fæddist með silfurskeið í munnunum. Hefur nefið fyrir neðan munninn og lærði að rífa kjaft í Morfís. Hefur í raun ekki hundsvit á pólitík og skilur ekki hið stóra samhengi hlutanna. Étur vinsælustu frasana upp eftir geðsjúklingum á borð við Hannes Hólmstein og Björn Bjarnason og gerir þá að sínum.
Svona fólk er einmitt eitt mesta vandamál þessarar þjóðar því þetta eru afsprengi útrásarkynslóðarinnar sem skilja ekki hugtakið ábyrgð og halda, í alvöru, að áframhaldandi spilling og viðbjóður sé leiðin út úr kreppunni.
Það ætti að taka þessa stelpu og rassskella hana ærlega ásamt samskonar afritum af erfingjum útrásarinnar í Heimdalli. Fólk sem hefur orðið fyrir áfalli við það að fá lykkjufall í sokkabuxurnar sínar á Nýjársgleði útrásarvíkinganna hf. þarf að kenna að hugsa upp á nýtt. Annars halda komandi kynslóðir bara áfram að líta á svona viðurstyggð sem eitthvað eftirsóknarvert.
Fyrrum Sjalli (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 22:20
Billi og þið hér, hún Heiðrún Lind er alveg bráðvel gefin kona, en þið hins vegar svo vel aldir upp af Rúvinu, að ykkur dettur ekki annað í hug en að það sé bara eðlilegasta mál í heimi, að þar ríki einhliða pólitískur rétttrúnaður. Rúvið sjálft er enn meira hneyksli en hún hafði tíma til að rekja þarna. Nefskatturinn til þessa starfsfólks, sem hefur um 600.000 kr. mánaðarlaun að meðaltali, samtals heilir 3,7 milljarðar á þessu ári, á sama tíma og fólk berst í bökkum, er æpandi hneyksli, og þar við bætist svo öll hlutdrægnin, Evrópubandalags-innlimunaráróður (þótt þetta eigi að heita ÞJÓÐAR-stofnun) og Icesave-vilhylli margra fréttamanna. Seljum Rás 2 og Sjónvarpið! En um þáttinn í Kastjósinu má vísa á þessa grein mína á Vísibloggi: Spunafólk Sjónvarpsins velur “nokkurn veginn öruggt lið” sem álitsgjafa.
Jón Valur Jensson, 29.12.2009 kl. 22:45
Gat ekki fengið betri mann til að mæta á svæðið og byrja að mæra útrásrakinda en Jón Val Jensson. Hann er eins geggjaður og hann hljómar og jafnoki Hannesar Hólmsteins í öfgatrúarbrjálæðinu á útrásarvíkingaflokkinn.
Ekkert undirstrikar orð mín betur en lofsöngur öfgaklerksins.
Fyrrum Sjalli (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 22:49
Auðvitað er hún bráðvel gefin - svona menntunarlega séð. Annars væri hún ekki að vinna á LEX. Hún er hins vegar hluti af þeim "einhliða pólitíska rétttrúnaði" sem þú, JVJ, reynir hér að klína upp á mig og fleiri. Ég er enginn EB-sinni, þannig að þú skýtur langt fram hjá markinu, eins og þín var von og vísa.
Það sem ég hef aðallega tekið eftir hjá RÚV eru stórkostlegir pistlar Sigrúnar Davíðsdóttur frá London. Ég hef ekki orðið var við neinn EB-aðildaráróður í þeim. Þið Heið-bláa fólk takið sennilega meira mark á áðurnefndu DV en ítarlega rannsökuðum pistlum Sigrúnar.
Það að þið Heið-bláa fólk viljið eingöngu aðra Heið-bláa inn á RÚV sýnir öfgakenndar skoðanir ykkar. Þið Heið-bláa fólk hafið séð til þess að Heið-bláir útvarpsstjórar hafa verið ráðnir aftur og aftur.
Þið hafið afar aumkunarverðan málstað að verja, og ég hef skömm á ykkur.
Billi bilaði, 29.12.2009 kl. 23:24
Billi minn, ég er alls ekki að neita því, að á Rúv er fullt af hæfileikafólki, t.d. í tónlistardeildinni og einnig í fréttadeildinni, hér heima sem erlendis. Nefni sem dæmi Jón Björgvinsson í Vínarborg og Sigrúnu Davíðsdóttur, einnig Svein í Washington, og ennfremur er ég farinn að meta Oslóarfréttaritarann, að ógleymdum Arthúri Björgvin í Berlín, Brodda Broddasyni o.m.fl. En það breytir því ekki, að nokkur Samfylkingar- og VG-slagsíða hefur verið á innlendu fréttadeildinni og áberandi EB-innlimunarhyggju-slagsíða, t.d. í þáttagerð Rásar 1, sem og Icesave-slagsíða, sem virkilega gæti orðið okkur dýrkeypt, því að svo litlu munar, hvort það andstyggðar-frumvarp verði samþykkt eður ei. Lifðu heill á nýju ári og sífellt á réttri leið.
Jón Valur Jensson, 30.12.2009 kl. 00:31
Öfgabrjálæðingnum þykir Broddi Broddason bara vera venjulegur óháður fréttamaður, það segir okkur allt um hversu stíflaður skallinn á Jóni Vali er í raun og sann. Hvílíkur hægri dindill sem Broddi er og fréttafluttningur hans eftir því.
Fyrrum Sjalli (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 03:05
Þvílíkt rugl. Það á ekki að leyfa þér að skrifa svona nafnlaust um jafn-hlutlægan og málefnalegan mann og hann Broddi sagnfræðingur er.
Jón Valur Jensson, 30.12.2009 kl. 05:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.