14.12.2009 | 11:21
Guðmundur Ólafsson: Trúarbrögð komi fyrir hagfræðikenningar
Guðmundur Ólafsson, aðstoðarprófessor og lektor í hagfræði (skv. netuppflettingu), boðaði í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að fyrst að nú væru bæði sósíalista- og kapítalistakenningarnar hrundar, þá væri ekkert eftir fyrir fólk annað, en að snúa sér að gamaldags trúarbragðafræði. Eða annað gat ég ekki skilið af málflutningi hans.
Sum sagt, þegar öfgastefnur hagfræðinnar hrynja, þá skal snúa sér í þær fornu öfgastefnur sem notaðar hafa verið í árþúsundir til að hafa hemil á fólki, því að ekki sé hægt að treysta því að það sé gott hvert við annað án skipulagðra trúarbragða. (Eða var hann að meina öfgaminni trúarbrögð, eins og til dæmis Ásatrú okkar forfeðra. Hávamál eru jú full af lífsspeki sem hverjum manni væri hollt að tileinka sér.)
Út úr orðum Guðmundar fékk ég líka lesið, að hagfræði sé trúarbrögð. Förum við þá að nálgast all hressilega kenninguna fólk er fífl, og við þurfum að stjórna fólkinu.
Við mér blasir, all hressilega, að Guðmundur sé að gleyma að til séu fleiri stefnur en öfgastefnur.
Jafnaðarmennska er góð og holl. Reyndar ekki eins og Samfylking mistúlkar hana - heldur það sem þið lærðuð í leikskólanum:
Verið góð hvert við annað.
Ekki taka dót sem annar er að leika sér með, nema að fá leyfi.
Hjálpið minni máttar.
Leikið ykkur saman - fallega.
Leyfið hverjum og einum að njóta sín.
O.s.frv.
(Sjá nánar: http://en.wikipedia.org/wiki/All_I_Really_Need_to_Know_I_Learned_in_Kindergarten)
Að lokum vil ég segja að ég hef, eftir áralangan efa, búið mér til grunn að trúarskoðunum, og öfugt við Guðmund, þá beini ég sjónum til framtíðar, en ekki fortíðar:
Framtíðartrú
Ég trúi því að von sé vert að hafa
von um framtíð mannúðar og lífs.
Að allir þeir sem undan brjótist klafa
eigi nóg til skeiðar bæði og hnífs.
Og grimmdin sem að grípur hjörtu manna
ef græðgi þeirra takmörk eru sett,
sé útlæg ger, og sálin hreina sanna,
sjái hvergi mun á neinni stétt.
Því víst er það að vit var okkur fengið
í vöggugjöf, og þar það dvelur enn.
Og verkefnið að þróa mannkynsmengið,
svo megum við um geiminn ferðast senn.
Því aðeins þessa einu jörð við byggjum
sem endast þarf uns getum við sagt takk,
og lífsins framtíð lengur nokkuð tryggjum
er leggjumst öll í vetrarbrautaflakk.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Guð blessi Ísland.
Offari, 14.12.2009 kl. 14:07
Þá hefur Guðmundur verið kveðinn í kútinn.
Kífinn (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 14:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.