2.12.2009 | 18:42
Mild áhrif Taser - aðeins veikur rafstraumur...
... sem getur ekki valdið dauða!
Hvaða Ólafur Hauksson er þetta sem heldur því fram að Taser hafi ekki valdið svo mikið sem einu dauðsfalli, í Speglinum á Rúv? (Ég missti af upphafsorðum samtalsins þar sem hann hefur eflaust verið kynntur nánar.)
Já já. Hvetjum til þess að skjóta menn í bakið til að meiðast ekki sjálfir!
Hafið þið mikla skömm sem viljið Taser, og hvað þá skotvopn, á hvern þann lögreglumann sem álpast út fyrir hússins dyr.
Stjórnvöld - farið nú að borga lögreglunni almennileg laun og tryggið að mannvinir vilji sækja þar um störf.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
ég held að aðalatriðið sé hvar í líkamann er skotið. ég held að oftar sé skotið af Taser í bringu en t.d. læri.
það er rafstraumur gegn um hjartað sem hér skiptir máli. ekki þarf nema um 70 milliamper til að valda hjartatruflunum, sem geta verið banvænar. ekki veit ég hinsvegar hve langan tíma það ástand þarf að vara, sem líklega er lykilatriði.
Taser byssurnar senda rafpúlsa, þar sem hámarksspennan fer í 50.000 volt og hámarksstraumurinn 3 amper. Taser sjálfur heldur því fram að meðalstraumurinn (á sekúndu) sé ekki nema 2 milliamper. þá líklega vegna þess hve stuttir spennupúlsarnir eru. nefna til viðmiðunar að straumur við að fá í sig stöðurafmangn sé allt að 37,5 amper. hár straumur en í því tilfelli er hinsvegar um aðeins einn mjög stuttan púls að ræða, meðan Taser gefur frá sér 19 púlsa á sekúndu, í 5 sekúndur. það gerir 95 púlsa.
sé yfir höfuð einhver vafi á skaðseminni er varla réttlætanlegt að Taser njóti hans.
Brjánn Guðjónsson, 2.12.2009 kl. 19:36
Ég er nú því miður hræddur um að nú styttist í það að menn fari að grípa til vopna. Siðferðisvitundin virðist gjörsamlega vera að hverfa.
Offari, 3.12.2009 kl. 13:38
Sælir.
Ég treysti Amnesty betur en heimasíðu Taser. Þetta er gróðafélag að reyna að komast á ríkisspena. Taser er ástæða þess að ég skráði mig í Amnesty. Það þarf ekki að horfa á mörg myndbönd af vörðum laganna nota þessi vopn til að hrylla við að þetta verði almennt í þjóðfélaginu.
Lögreglumenn á Íslandi ættu að vera stoltir af því að vera vopnlausir. Yfirvöld ættu að stuðla að því að öryggi lögregluþjóna sé varið með refsilöggjöf sem fælir brotamenn frá.
Billi bilaði, 7.12.2009 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.