Hvað þarf marga í greiðsluverkfall til að jafna það?

Ef ég slæ á meðalskuldir upp á 20 milljónir (sem er skot út í loftið) þá þyrfti 2.900 launamenn í greiðsluverkfalli til að jafna þessa skuld, sem verður eflaust að mestu leiti afskrifuð.

50 útrásarvíkingar með sama skuldameðaltal og nefnt er í þessari frétt myndu því ná yfir öll heimili landsins í greiðsluverkfalli.

Hvar eru opinberar áskoranir til þessara manna um að það að hætta að greiða þýði hundeltingu fram að gröf og dauða?

Víst á hann Björgólfur bágt

og borgað nú getur víst lítið.

Í nokkur ár leggst hann því lágt

í leyni, uns gleymist það vítið.

Svo rýs hann úr rústum á ný

í röndóttum jakkafötum

og kaupir upp borg hér og bý

og burgeissins græðgi við mötum.


mbl.is Björgólfur ábyrgur fyrir 58 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Heimir Tómasson, 5.5.2009 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband