9.12.2008 | 06:55
Evran
Ef að nú hjá Dabba ég fína Evru fengi
ég fjarskalega hrifinn og glaður yrði þá.
Ég kjósa myndi Dabba og kyssa vel og lengi
og kaupa síðan bankann sem langar mig að fá.
Til Lúxembúrgar fer ég og byrja þar að braska,
í bankanum þar samstundis litla Evru vel,
og skipti henni í krónur, á klakann svo mér haska,
og kaupi mér þar Evrur, og núna tvær ég tel.
Þannig verð ég glaður og þannig verð ég ríkur
á þennan hátt úr loftinu peninga ég spinn.
Svo kaupi ég mér Ísland er öllu yfir lýkur
og aldrey framar handtak þá nokkurn tímann vinn.
![]() |
Kaupþing í Lúxemborg selt á 1 evru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.