1.12.2008 | 06:44
Eðlilegt að fyrirtæki geti sett land á hausinn...
Rúv skrifar þessa frétt aðeins öðruvísi:
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item239644/
"Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagðist ekki bera ábyrgð á ástandinu í viðtali við AP-fréttastofuna í gær. Fréttamaður AP fréttastofunnar spurði Geir H. Haarde hvort hann bæði þjóðina afsökunar á því hvernig komið væri fyrir efnahagi Íslendinga. Hann sagðist ekki biðjast persónulega afsökunar en skilja að margir ættu í erfiðleikum.
Geir segir eins og oft áður að hann beri ekki ábyrð á efnhagskreppunni í heiminum. Hann geti tekið ábyrð á aðgerðum ríkisstjórnarinnar en ekki bankamannana. Fréttamaður AP bendir þá á að það sé ríkisstjórnin sem beri ábyrgð á regluverki bankanna.
Geir svarar því að bankarnir hafi að öllum líkindum haldið sig innan laga og reglna."
Ég get ekki lesið annað út úr ofangreindri frétt en að Geir telji það að lagaumhverfið hafi verið ásættanlegt, og að bankarnir hafi haldið sig innan laganna. Honum finnst sem sagt eðlilegt að lagaumhverfið sé þannig að einstaka fyrirtæki geti sett landið á hausinn.
Hvað er hægt að segja um svona málflutning? Hann fullyrðir að hann hafi traust til að vinna áfram vegna þess að vantrauststillaga var felld. Sem sagt, skoðanakannanir segja ekkert til um núverandi traust, heldur bara hvort þingmenn makki rétt. Þingmenn sem missa vinnuna ef þeir gera það ekki. Missa vinnuna og hverfa út í þjóðfélag þar sem enga vinnu er að hafa.
GEIR HILMAR HAARDE: FARÐU HEIM OG HÆTTU Í STJÓRNMÁLUM!
HAARD-svíraður horfir Geir um himinblámann;
framhjá bjálka flísar sér hann,
flesta aðra sökum ber hann.
Geir: Tel mig ekki persónulega ábyrgan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Geir ber vissulega ábyrgð
Hólmdís Hjartardóttir, 1.12.2008 kl. 06:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.