23.10.2008 | 12:55
Útflutningsverðlaunum forseta Íslands árið 2008 endurúthlutað
Herra Ólafur Ragnar Grímsson innkallaði í dag útflutningsverðlaun ársins 2008 frá Baugi Group og endurúthlutaði þeim.
Fram kom þegar verðlaununum var endurúthlutað að þetta sé í 1. sinn sem þau séu innkölluð, en í ljósi nýjustu tíðinda þótti ljóst að Seðlabanki Íslands hefði staðið að margföldum útflutningi á þjóðarframleiðslu Íslands til ókominna ára, og því var auðséð að verðlaunin voru í röngum höndum.
Þar sem fyrri verðlaunahafi hafði þegar veðsett verðlaunagripinn, þá var gjörningalistamaðurinn Hási Andrésson fengin til að búa til eftirmynd af hinum frægu Nýju fötum keisarans.
Á myndinni sést herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, veita formanni bankastjórnar Seðlabankans, Davíð Oddssyni, verðlaunin við hátíðlega athöfn í sendiráði Bretlands, sem kostaði öll veisluföng.
Bankastjórarnir með of há laun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:58 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.