14.10.2008 | 00:22
Volare
Stundum er veröldin stútfull af tárum og sorg.
Stritið þig lamar, og vonleysið kæfir þitt org.
En þú og ég höfum ástina sem á það minnir,
að það er leið til sem bansetta skuggana þynnir.
Volare, oh, oh! Cantare, oh, oh, oh, oh!
Fljúgum í skyndupp í ský,
skiljum við mannfjöldans gný.
Og við syngjum í ljóma af ljósinu fróma
sem léttir í elskendum geð.
Með þér flý ég allt ruglið og fáránlegt þruglið ég kveð,
og við fögnum því bæði er regnbogans þræði ég veð.
Volare, oh, oh! Cantare, oh, oh, oh, oh!
Það heyrist hve hjarta mitt slær,
höfug er ást þín og tær.
Höfug er ást þín og tær.
Höfug er ást þín og tær.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.