Bahama

Útrásarvíkingar okkur nú valda hneisu.
Ísland sett‘á hausinn; fóru svo í reisu.
Blessun þeim veitti bláa höndin hans Dabba.
Banka þeir fengu á spottprís án þess að kvabba.

Þeim buðust lánin, eftir bankaránin,
nú börnin eru veðsett, það er mesta smánin,
en búntin stór þeir fluttu inn í banka á
Bahama-eyjum, Bahama-eyjum, Bahama-eyjum, Bahama.

Þar sem Bjöggarnir lögð‘inn í bankana
og þar sem Bónus á peningatankana
já, þar er fjármagnið falið í skel
svo að flottræflarnir lifi enn vel.

Í spilavítum þeir vörpuðu teningum,
töpuðu veðsettum, rafrænum peningum.
Þeir settu almenning Íslands í pant
svo þeim yrð‘ekki peninga vant

á Bahama-eyjum, Bahama-eyjum, Bahama-eyjum, Bahama.
Bahama-eyjum, Bahama-eyjum, Bahama-eyjum, Bahama.

Alla daga þeir sitja í sólinni,
og hafa sjálfstæðisflokkinn í ólinni.
Þeir segja Haarde að hugsa upp ráð
til þess að hér verði gengi skráð.

Eftir sitjum við hérna í súpunni
og bretar segj‘okkar land sé á kúpunni.
Óreiðumenn fá af munaði gort
og þeir munu aldrei senda kort

frá Bahama-eyjum, Bahama-eyjum, Bahama-eyjum, Bahama.
Bahama-eyjum, Bahama-eyjum, Bahama-eyjum, Bahama.


mbl.is Ástandið verra en þjóðargjaldþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aron Ingi Ólason

gott þetta

Aron Ingi Ólason, 13.10.2008 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband