Líttu ávalt lífsins björtu hlið...

Af sumu færðu sár,

sorgir eða tár,

og ægilegt af öðru skapast fár.

Ef þú grófan æ færð graut

ekki garga, gef mér flaut,

það hjálpar þér að hitta á rétta braut...

 

Og... líttu ávalt lífsins björtu hlið...

Losa þig frá kífsins svörtu hlið...

 

Gerist lífið grátt

þú gleyma ey þessu mátt

að dansa, syngja, brosa og hlæja hátt.

Ef þunglyndisins þrá

þig svo sækir á

stóran settu upp stút og flauta þá.

 

Og... líttu ávalt lífsins björtu hlið...

Losa þig frá kífsins svörtu hlið...

 

Fáránlegt er flest

en þú ferð þó fyrir rest

að hneygja sig við tjaldið telst víst best.

Þínar syndir sendu í þvott,

út í salinn sendu glott

og njóttu þess því nú þú ferð á brott.

 

Dauðans skaltu líta ljósu hlið,

er af lokaandardrættinum tekur hann við.

 

Lítir þú á það

þá er lífið tað

og brandari sem ber að hlæja að.

Allt víst sýning er

láttu alla hlæja hér

en mundu að sá hlær best sem síðast hlær að þér.

 

Og líttu ávalt lífsins björtu hlið...

Losa þig frá kífsins svörtu hlið...

(Koma svo, brosið!)

Líttu ávalt lífsins björtu hlið...

Losa þig frá kífsins svörtu hlið...

(Verra sést á sjó, þú veist.)

Líttu ávalt lífsins björtu hlið...

(Ég meina - hverju hefurðu að tapa?

Þú veist, þú kemur úr engu - þú endar aftur í engu.

Hverju hefurðu tapað? Engu!)

Losa þig frá kífsins svörtu hlið...


mbl.is Bannað að sýna Life of Brian
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Snilld.  Og nú þarftu bara að fá Baggalútana til að syngja þetta á næsta disk!

Ég skora á þig að amk reyna :-) 

Einar Indriðason, 20.7.2008 kl. 12:14

2 identicon

Vel gert Billi, eins og ávallt!

Gretzký (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband