1.5.2008 | 07:49
Í tilefni af 1. maí.
Auðmaðurinn:
Duga tekjur, aldrei einn
arkar lífsins brautir.
Huga gleður, sjaldan sveinn
svæsnar hefur þrautir.
Öreiginn:
Þrautir hefur svæsnar sveinn
sjaldan gleður huga.
Brautir lífsins arkar einn
aldrei tekjur duga.
Kröfuganga frá Hlemmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hverju orði sannara!
Anna, 1.5.2008 kl. 12:28
En að halda það að þetta nái eyrum auðmanna og stjórnvalda? Glætan, spætan. Þeir snúa sér bara á hina hliðina, og blása á þetta.
Einar Indriðason, 1.5.2008 kl. 17:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.