Samhugur

Þau sátu við netið í sitthvorum stólnum

og sambúðarraununum flíkuðu þar.

Hann fór úr bolnum og hún fór úr kjólnum,

því hitinn á spjallinu gerði þau snar.

 

Þau ákváðu’að hittast og athuga betur

hvort ættu þau framtíðarhamingju tvö.

„Makinn er úti, þú mátt, ef þú getur,

mæt’hingað heim til mín rétt klukkan sjö.“

 

„Nú, býrðu þá þarna? Ég bý þar víst líka!“

Þau bölva hvort öðru og rjúka á dyr.

Nú skilnaðarpappírum skelegg þau flíka,

og skammast og rífast sem aldregi fyr.


mbl.is Daður á netinu endar með skilnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband