Breyta þessu bara í ríkisskóla

Er ekki einfalt að breyta þessu bara í ríkisskóla?

Hefur skólinn ekki sannað sig að eiga rétt á sér með þeim nemendum sem hann hefur útskrifað?

Getur ekki fyrrum aðstoðarskólastjóri Hraðbrautar tekið að sér að stýra þessum skóla fyrir það fjármagn sem hingað til hefur verið úthlutað í reksturinn? (Ekki það að ég þekki hana neitt nema héðan af blogginu, en það er líka alveg nóg.)


mbl.is Aðrir taki við nemendum Hraðbrautar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er alveg sammála þessu, þetta kerfi hentar mörgum og skólinn yrði vel settur með Jóhönnu í stafni.

kv. 

Dagur Torfason (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 03:38

2 identicon

Algjörlega og gjörsamlega sammála. Með Jóhönnu sem æðsta strump væri þetta besti skóli landsins. Hennar er sárt saknað af mörgum.

Hraðbrautarnemandi (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 05:00

3 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Spillig Sjalfstaedismanna og Frimurara teygir arma sina vida i thjodfelaginu og a ser engin takmork.

Guðmundur Pétursson, 11.12.2010 kl. 05:20

4 Smámynd: corvus corax

Þjófnaður er þjófnaður í hvaða búning sem hann er búinn. Það er líka þjófnaður að draga sér almannafé þótt það eigi að felast í arðgreiðslum af neikvæðum rekstri.

corvus corax, 11.12.2010 kl. 06:52

5 Smámynd: Billi bilaði

Ég skil athugasemdir 3 og 4, en ekki þó í tengslum við mín skrif.

Nemendurna þarf að útskrifa, og í raun ætti að vera afar auðvelt að losna við þjófana, og reka venjulegan skóla. Það er það sem færslan gengur út á.

Billi bilaði, 12.12.2010 kl. 00:24

6 identicon

Það væri gaman að sjá rökin fyrir því að Jóhanna ætti að fá að taka við skólanum. Viltu vera svo vænn að færa rök fyrir því svo við getum séð hvað þú ert að hugsa. Einnig væri fínt að þú útskýrir hvað þú meinar með þjófum?

Ég vona svo að flestir geri sér grein fyrir því að Menntaskólar eru ekki tengdir stjórnmálaflokkum!

Regla Frímúrara er ekki með neina spillingu. Lesið ykkur til áður en þið komið með svona staðhæfingar.

Með vinsemd

Sigríður (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 10:52

7 Smámynd: Billi bilaði

Skólar tengjast engum, það er rétt. Aðeins fólk tengist öðru fólki í því samhengi.

Stofnandi Hraðbrautar er samkvæmt fréttum tengdur FLokknum og Frímúrurum (skv. bréfi sem hefst á orðunum "Bræður mínir").

Aðstoðarskólastjórar eru jú þeir sem eðlilega taka við skólastjórn, geti skólastjóri það ekki. Er það ekki rétt hjá mér? Þeir ættu að geta tryggt samfellu í námi og hagsmuni nemenda, hafi þeir ekki verið valdir til starfans af þess mun annarlegri forsendum.

"Verður er verkamaður launanna". Sá sem brýtur á því, t.d. með því að neita starfsmönnum um stéttarfélagsaðild, eða samningsbundin laun, er þjófur. Sá sem svindlar á ríkisframlögum er þjófur. Ef þú veist til þess að þetta hafi ekki verið gert, þá kannski kemur þú með rök fyrir því, Sigríður.

ES: Mikið er gott að Frímúrarar séu einu samtökin í heiminum sem eru algerlega spillingarlaus. Hvar keyptirðu þennan bjálka annars?

Billi bilaði, 12.12.2010 kl. 12:05

8 identicon

Rétt er það að aðstoðarskólastjórar ættu að geta tekið við skólanum geti skólastjóri ekki sinnt sínu starfi Billi, en hún Jóhanna vinnur ekki lengur hjá skólanum því miður, þannig að hún kemur líklega ekki meir nálægt honum.

Hitt er annað að hvar kemur það fram að hann hafi brotið á réttindum starfsmanna, hefur þú einhverjar upplýsingar sem við höfum ekki? Ekkert slíkt kemur fram í skýrslu ríkisendurskoðunar?

Hvað varðar Frímúrara þá hef ég enga persónulega reynslu af þeim, hef samt heldur ekki séð neitt sem bendir til spillingar innan þeirra raða. Þá finnst mér rosalega ómálefnalegt að segja að öll samtök heims séu spillt, lýsir það einna helst einstaklingi sem er veruleikafyrrtur sem lætur slíkt út úr sér. Heldur að allir séu glæpamenn

En annað sem ég var nú ekki búinn að benda þér á elsku vinur, þá sést best hvað þú þekkir málefni sem þú tjáir þig um lítið að halda að það sé hægt bara að ríkisvæða einkaskóla. Þú gerir þér grein fyrir því að eignarétturinn er varinn?

Annars tel ég að það þurfi að skoða þessi mál betur frá öllum hliðum, við skulum ekki láta æsifréttamennsku stýra blogginu, Kynnum okkur málið betur sjálf, það er okkar samfélagslega skylda.

Mbk Sigríður

Sigríður (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 13:13

9 Smámynd: Billi bilaði

Sé það komið í umræðuna að flytja nemendurna í aðra skóla sem eigi að klára nám þeirra, þá virðist sem að skólanum sé sjálfhætt. Það er ekki mikil eign í nemendalausum skóla, eða fjármunalausum.

Þegar trúverðugir aðilar, sem skrifa undir nafni og mynd, skrifa um brot á réttindum starfsmanna, þá leyfi ég mér að leggja á það trú. Komi í ljós að ekki sé um nein brot að ræða, þá verða það náttúrlega óskaplega góðar fréttir. Sérstaklega fyrir nemendurna.

Ég tel mig ekki vera veruleikafyrrtan að reikna með að það séu spilltir aðilar í öllum samtökum, og það eru engin samtök án einstaklinga. En vonandi eru Frímúrarar óspilltari en t.d. kaþólska kirkja.

Billi bilaði, 12.12.2010 kl. 21:27

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ég kvitta alveg undir þetta hjá þér Billi,  þakka þér traustið í minn garð - og líka ykkur Dagur minn og "Hraðbrautarnemandi" ..  ég hef þó ekki sóst eftir því að "fá að taka" við skólanum. Nokkrir kennarar skólans báðu mig um það á sínum tíma að og vildu mæla með því við skólastjóra eftir að hann hafði tilkynnt það á starfsmannafundi að hann ætlaði að stíga til hliðar og vera aðeins stjórnarformaður (ef menn gengju ekki í Kennarasambandið, heldur skoðuðu BHM, sem reyndar kom í ljós að var rökleysa þegar rætt var við BHM).  Rök kennara voru að þeir töldu það hið besta fyrir hag og nemendur skólans inn í þáverandi ástand - þeir höfðu væntanlega sín rök eftir sex ára samstarf. Eftir umhugsun og þau leiðindamál og óheiðarleika sem hafði verið í gangi,  treysti ég mér ekki til að jánka því þar sem undir Ólafi vildi ég ekki starfa.  Mér þótti það býsna sárt nemenda og starfsfólks vegna og auðvitað mín vegna. En fann að ég gat ekki farið eftir mínu lífsmottói ef ég yrði áfram - en það er að lifa heil. 

Dæmi um brot á starfsfólki, er að sjálfsögðu að beita hótunum gegn því að fara í Kennarasambandið,  viðhafa launaleynd, virða ekki álag á starfsfólki til launa o.s.frv.  

Ég vil að Hraðbraut starfi áfram,  og fái að rétta við nafn sitt sem skólastofnun.  Ólafur stígi af sínum stalli og afhendi "barnið" í hendur annarra sem hafa ekki þennan feril að baki.  Helst góðra fagaðila sem eru ekki með arðsemissjónarmið að forsendu.  Kennarar við skólann hafa staðið sig með prýði svo ekki sé talað um nemendur langflesta. Ekki eiga þeir sök, þó vissulega lendi þeir í að vera fórnarlömb.  Ég var áður stolt þegar ég sagðist vinna hjá Menntaskólanum Hraðbraut, ég er ekkert voða stolt í dag - að segja að ég hafi unnið þar og þarf alltaf að fara í útskýringar.  Ítreka að það þarf að hreinsa nafn skólans,  því skólinn er svo sannarlega ekki bara einn skólastjóri eða eigandi, ekki frekar en að kirkjan er einn biskup. 

Varðandi frímúrararegluna - þar er, eins og alls staðar menn af misjöfnu sauðahúsi. Það er þó orðrómur um að "bræðurnir" passi vel upp á hvern annan.  Ég ætla ekkert að alhæfa um það en finnst það líklega réttara en ekki.  "Ber er hver að baki nema sér bróður eigi"...   Spillingin, ef hún væri til staðar,  fælist þá helst í því að hylma yfir misgjörðum hinna -  sem ég á bágt með að trúa að sé regla, það sé þá frekar undantekning.

Jóhanna Magnúsdóttir, 12.12.2010 kl. 23:52

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

p.s. það er nú enn verið að biðja mig um leiðsögn af starfsfólki hvernig á að gera þetta eða hitt - og hef ég aðstoðað við þegar ég hef komið því við.  Þannig að því leyti kem ég nálægt skólanum og hef ekki talið það eftir mér né beðið um laun fyrir.

Jóhanna Magnúsdóttir, 12.12.2010 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband