"Með sverðið í annarri hendi og plóginn í hinni"

Bókin "Með sverðið í annarri hendi og plóginn í hinni" hefst á því að Jónas frá Hriflu talar á Ungmennafélagsfundi um nákvæmlega þetta.

1907 var óðauppgangur. 1908 kom kreppa. 1909 voru auðmenn að kaupa ofurskuldsetta út úr húsnæði sínu á hrakvirði, sletta á það málningu, og selja aftur með umtalsverðum hagnaði.

Á þessu slær Jónas sér fyrst upp.

Nú er flokkurinn sem hann stofnaði búinn að koma þjóðinni í nákvæmlega sömu stöðu og Jónas barðist gegn. Hans markmið í pólitík var að sameina alla hægri menn þannig að það væri auðveldara að berja á þeim.

Hvenær barði framsóknarflokkurinn síðast á hægri mönnum. Mig rekur ekki minni til þess.

Og nú er vinstri stjórn, sem ætti að kunna þessa sögu utanbókar. Nei. Annað hvort vita þau ekki neitt, eða vilja ekki vita neitt. Að minnst kosti setja þau kíkinn viljandi fyrir blinda augað.

Ég hef örgustu skömm á bæti framkvæmda- og löggjafarvaldinu. Svei þeim.

 

Von.

Sílspikaðir siðblindingjar settust á þjóð

sem flaut að ósi feig.

Eignaðist þá elítan hvern einasta sjóð

og Ísland síðan yfir meig.

Í einum skildi drekka þann teyg.

-

Fáir af þeim fengu beyg

-

en framtíðin í valinn þá hneig.

 

Ráðamenn sem ríkið höfðu rifið í tvennt

festu á þeim ást.

Áfram héldu ótrauðir þó á væri bent

að af þeim myndi þjóðin þjást.

Já, þingið sem og stjórnin hér brást.

-

Ættum við nú um að fást?

-

Eigum við við þá nú að kljást?

 

Von, það er von,

ennþá von,

um að þjóðin bjargist,

um að þingið bjargið,

enn er von!

 

Sjálfræðið er siðblindingjar settu í pant

með viti vernda má.

Ábyrgð bera af útrás þeir sem einskis var vant,

þeir fyrir þessu fá að sjá.

Í fjármagn þeirra ætti að ná.

-

Allir hérna þekkja þá,

-

þeirra verður framtíðin grá.


mbl.is Auðmenn græða á uppboðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dingli

Billi, fínn kveðskapur og formið skemmtilegt.  Greinin góð líka.

P.S. Smá prentvilla í fjórðulínu erindi no.2 (þjóst)

Dingli, 3.10.2010 kl. 12:58

2 Smámynd: Billi bilaði

Takk fyrir, (búinn að laga).

Billi bilaði, 3.10.2010 kl. 23:53

3 Smámynd: Offari

núna get ég farið að græða á óförum annara.

Offari, 16.10.2010 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband