28.8.2010 | 10:22
Minning
.
Það sem þú lagðir til lífsins í hugsun og verki
lifir með þeim sem þig elskuðu bæði og virtu.
Þú sem varst huggarinn mildi og móðurinn sterki
megnar það ennþá að veita í líf okkar birtu.
Víst er það erfitt hjá þeim sem að skína hvað skærast,
skuggann að greina sem felur sig djúpt inni í hjarta.
Léttvægt oft sýnist er ástvinir undan því færast,
á þó í lífinu gefi, við nokkurn að kvarta.
Þar sem þú lagðir til lífsins í hugsun og verki,
lést undan þunglyndisórum sem gleðina tróðu,
tókstu frá þeim sem þér treystu, en greindu nein merki,
trúnaðinn bæði og loforðin sterku, en hljóðu.
Athugasemdir
Mjög fallegt.
Brattur, 29.8.2010 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.