19.8.2010 | 10:36
(Og það er leiðin til) að sigra heiminn!
.
Að hálfu leiti heldur þú í ferð,
og hittir fyrir sjálfan þig við markið
og þó að lífið lúti að fyrstu gerð
leiðina þú sjálfur kýst í harkið.
Og ef þér tekst að tryggja þína vist
í tilverunni, nokkuð fram á aldur,
og fáir ekki af öllum sénsum misst,
að öðru lífi kannski þú ert valdur.
Og takist þér að tryggja þetta líf,
það tækifærin hljóti öll hin bestu,
og finni hjá þér frelsi bæði og hlíf,
þú færð þá gjöf er alla skiptir mestu.
Þó mörgum virðist það ei þykja frétt
og þumbist við og jafnvel dragi seiminn,
þá trúi ég að telja megi rétt
að tekist hafi þér að sigra heiminn.
Athugasemdir
Hreint afbragð Billi boy!
Dingli, 19.8.2010 kl. 12:16
Dásamlegt!
Heimir Tómasson, 19.8.2010 kl. 17:09
Vel framsettar pælingar hjá þér Billi ekki svo bilaði. ;-)
Jóhanna Magnúsdóttir, 28.8.2010 kl. 10:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.