Ort í tilefni þeirra frétta að Bandaríkjamenn heyi nú sitt lengsta stríð frá upphafi

Það stríð sem þú háðir var stórkostlegt sjónarspil

og stóð yfir lungann af bestu árum þínum,

við óvin sem stundum virtist ey vera til

en varði þó stöðugt land sitt með byssum og mínum.

.

Hver orrusta reyndi til fulls á þrek þitt og þor

og þó að í upphafi styrk þinn það virtist auka

tók síþreytan smátt og smátt yfir og ójafnt varð skor,

að endingu varð það helvíti hvern dag að þrauka.

.

Að lokum þú hörfaðir, fyrst var það skref fyrir skref.

Er skelfingin greip þig þá fæturnir tóku sprettinn.

Þú stöðvaðir ey meðan nályktin lék um þitt nef,

til neins kom nú sannfæring þín, að þú værir með réttinn.

.

Nú situr þú einn inni í rammgerðu virki sem var

og vonar að óvinur þinn ekki leið þangað finni.

Þú færð ekki hvílst, fyrir aldur fram útbrunnið skar,

og óskar þess heitast að stríðinu bráðum linni.


mbl.is Dauðasveitir í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dingli

Bandaríkin vilja ekki ljúka sínum stríðum, það kjæmi illa niður á hagvexti.

Dingli, 28.7.2010 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband