28.6.2010 | 10:23
Flótti frá flokknum?
Fyrir ári síðan vildu meira en sautjánhundruð manns taka þátt í að kjósa sér formann.
Nú nenntu því ekki nema rétt rúmlega níuhundruð.
Og um það bil eitthundrað þeirra fóru þá heim og nenntu ekki að kjósa sér varaformann.
Sum sagt. Rétt rúmlega fimmtíuprósent heimtur í formannskjörið eftir ár í stjórnarandstöðu við eina klaufalegustu stjórn lýðveldistímans.
Ætli evrópuskoðanirnar hefðu ekki haft annan blæ ef flokkurinn væri ekki að fullkomna umbreytingu sína í einangrunarsinnaðan frjálshyggjuöfgaflokk?
Brostinn er flótti í flokkinn
því fleytan er lek sem hrip.
Götóttan settu í sokkinn
og sjófært þá telja skip.
Þrengir ekki stöðu Sjálfstæðisflokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi fundur var auka landsfundur fór ekki núna en vonandi kemst ég á landsfundinn.Hvað gerðu VG og Samf þau héldu fund með útvöldum úr þeirra röðum, segir það ekkert um þau. Treystu þau sig ekki til að mætta ágreiningi innan sinna flokka.
Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 10:53
Kórrét hjá þér Sigurbjörg:)
Óskar (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 11:38
Jú, Samfó og VG eru næstum jafn slæm og þið. En svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað.
Billi bilaði, 28.6.2010 kl. 11:42
Þúsundum milljarða!Var stolið af Íslensku þjóðinni undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Að nokkur forustumaður þar gangi enn laus, er glæpsamleg vanræksla saksóknara og dómskerfis.
Dingli, 28.6.2010 kl. 12:23
AAAAAAAAAAaaaaaaaarrrrrG!! Gleymdi að hæla þér fyrir skeytluna.
Dingli, 28.6.2010 kl. 12:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.