Þingmenn eru ótrúlegir

Hver þingmaðurinn kemur fram á eftir öðrum og sýnir fram á algert skilningsleysi gagnvart þeim lagatexta sem þeir fjalla um á þingi og samþykkja sem lög í landinu.

Nú vill þessi „jafnaðarmaður“ koma frjálshyggjupostulunum undan því að taka út þá refsingu sem þeim hefur verið dæmd í Hæstarétti, með „sósíalískri“ jafnaðarhugsjón. Já, það er gott ef vinstri stefnan kemur til bjargar frjálshyggjunni, en sýnir enga viðleitni til þess að bjarga heimilunum.  Vill hann ekki líka að fórnarlömb glæpa sitji inni með glæpamanninum og stytti þannig refsingu hans. Fuss.

Mörður ætti frekar að snúa sér inn til þingsins og vinna þar að leiðréttingu verðtryggðra lána heldur en að vera að gráta yfir ósanngirni þeirra laga sem hans vinnustaður semur.

Annars minnir þetta mig á gamla vísu:

 

Íslensk stjórnskipan í hnotskurn

 

Einbjörn kaus Tvíbjörn til ábyrgðarstarfa

á Alþingi sem hefur Löggjafarvald

og Tvíbjörn kaus Þríbjörn til trúnaðarstarfa

og titils í Ríkisstjórn; Framkvæmdavald

og Þríbjörn kaus Fjórbjörn til Þekkingarstarfa

að þinga um ábyrgðir: Dómaravald

loks Einbjörn kaus Fimmbjörn til Útrásarstarfa

og upp á punt gaf honum Forsetavald.


mbl.is Vill verðtryggingu á lánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Vanhæfir á þingi nánast allir með tölu!

Sigurður Haraldsson, 23.6.2010 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband