16.3.2010 | 13:29
Faldir fjármálagjörningar
Tryggvi Þór Herbertsson lýsti því einhvern tíman yfir að hann væri að fara að stunda flókna fjármálagjörninga þegar hann fór til Askar.
Fjármálafyrirtækin hafa greinilega tekið þetta lengra og farið alla leið yfir í falda fjármálagjörninga.
Þau Jóhanna og Steingrímur sögðu, að þessi úttekt sýndi að ærin þörf væri á að grípa til aðgerða.
Bíddu, ég vissi fyrir löngu að þyrfti að grípa til aðgerða, og flestir þeir sem ég almennt tala við. Af hverju eruð þið að þykjast vera að fatta þetta núna?
Seinheppni þessarar ríkisstjórnar er með eindæmum.
Fjármálagjörninga flókna má skapa
og fela svo gróðann í skjólunum.
Er stjórnmálaflokkarnir styrkina snapa
er stutt milli vasa hjá fólunum.
Hundraða milljarða skattsvik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Seint fatta sumir en fatta þó. Fólkið er þó a.m.k. farið að vinna eitthvað af viti. Svei mér þá, það eykur manni smá bjartsýni að verða vitni að því að þau geta hugsað um eitthvað annað en þrælalög og þrælabönd. Vei, halda svona áfram Jóhanna og Steingrímur úr því þið eruð enn að þrjóskast við að sitja sem fastast. Þessu hefðuð þið mátt vera byrjuð á fyrir löngu. Og plís, losið ykkur við Árna Pál. Hann virðist ekki stíga í vitið blessaður maðurinn, og þið megið ekki við því að hafa mikið af svoleiðis fólki í kringum ykkur.
assa (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.