Færsluflokkur: Íþróttir
12.12.2010 | 00:19
Gaman á að horfa
Það var virkilega gaman að fylgjast með stelpunum okkar á þessu móti. Þó að við ofjarla hafi verið að eiga í þetta sinn, þá sá maður stíganda í liðinu í hverri viðureign, sérstaklega í varnarleiknum. Það er ekki nokkur vafi á öðru en að þetta verði mikil hvatning fyrir handboltann á íslandi, og dýrmæt reynsla í sarpinn.
Júlíus: Búnar að leggja mikið inn fyrir framtíðina (myndskeið) | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2010 | 14:51
Frábært framhald...
Um daginn var flott heimildarmynd á RÚV eftir Stefán Drengsson um fyrri þátttöku þessara tveggja keppenda á þessu sama móti.
Það er greinilegt að þau hafa komið tvíefld til leiks nú, og verður gaman að fá fréttir af úrslitum þessa móts.
Ekki væri verra ef skjámiðlar gætu sýnt myndir af þessu móti.
Íslensk stúlka leiðir heimsmeistarmót í Crossfit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.3.2010 | 09:16
Setning dagsins...
... kemur úr Fréttablaði dagsins:
Manchester United lék alls ekki gegn Úlfunum og mátti að lokum þakka fyrir 0-1 sigur.
Þessi setning vakti með mér svo mikla kátínu að ég hló næstum upphátt.
Ég vil rangtúlka þessa setningu þannig að MU hafi mætt, Úlfarnir byrjað með boltann, og skorað. MU hafi síðan neitað að snerta boltann, og dómarinn hafi ekki séð sér annað fært en að dæma MU sigurinn af því að þeir eru með miklu betra lið.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2009 | 00:23
Íþróttamennska - fyrirmyndir?
"... við fengum bara það besta út úr þessu eins og hægt var" sagði Freyr ánægður í viðtali við sjónvarpið, eftir að hafa truflað frumkast andstæðinganna.
Þetta er kannski skiljanlegt þegar einkunnarorð Hauka eru skoðuð: "Haukar standa fyrir leikgleði, félagsskap og árangur." Hvort það hafi verið þess háttar árangur sem Séra Friðrik hefur séð fyrir sér við stofnun félagsins er þó spurning. Sérstaklega á móti bræðrafélaginu, Val.
Það mættu kannski fleiri taka upp þetta gildi Valsara: "Látum ekki kappið bera fegurðina ofurliði".
Aron: Þurftum allt í einu að sækja stigið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)