Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Er ekki íslenska krónan lögeyrir á Íslandi?

Ef þeir borga þetta í íslenskum krónum - skuld íslensks fyrirtækis við annað íslenskt fyrirtæki - fyrir hvers konar samningsbrot yrðu þeir þá kærðir, og hver væri refsingin?

Geta þeir ekki bara depónerað greiðslunni og farið svo í mál?


mbl.is Fær ekki nægan gjaldeyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hluti af kaupréttarsamningum eða óvenjuleg öflun rekstrarfjár?

Nú hef ég mjög takmarkaða þekkingu á kaupréttarsamningum, en ég hélt að þeir færu þannig fram að þú færð rétt til að kaupa hlutabréf í viðkomandi fyrirtæki á föstu gengi eftir ákveðinn tíma. Það er þá eflaust bara ein útfærsla?

Það er kannski hægt að kalla þetta einhvers konar kauprétt, en hér virðist vera um það að ræða að Teymi notar sér það að fá lán út úr Glitni (sem var að hluta til í eigu tengdra aðila, er það ekki?) inn í rekstur fyrirtækisins með gerfisölu á hlutabréfum til æðstu stjórnenda. (Ábyrgðin á sölunni, og greiðslum, er hjá Teymi, en aldrey hjá kaupendunum.)

Þetta er þá nákvæmlega eins gjörningar og sambærileg eignarhaldsfélög starfsmanna bankanna, sýnist mér, að öllu leiti öðru en því, að þar fóru engir peningar út úr bönkunum, heldur voru það bara bókfærðar skuldir, á meðan hér er fyrirtæki í rekstri að ná sér í rekstrarfé á óvenjulegum forsendum.


mbl.is Teymi tók yfir skuldir stjórnenda félagsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útflutningsverðlaunum forseta Íslands árið 2008 endurúthlutað

Herra Ólafur og Davíð

Herra Ólafur Ragnar Grímsson innkallaði í dag útflutningsverðlaun ársins 2008 frá Baugi Group og endurúthlutaði þeim.

Fram kom þegar verðlaununum var endurúthlutað að þetta sé í 1. sinn sem þau séu innkölluð, en í ljósi nýjustu tíðinda þótti ljóst að Seðlabanki Íslands hefði staðið að margföldum útflutningi á þjóðarframleiðslu Íslands til ókominna ára, og því var auðséð að verðlaunin voru í röngum höndum.

Þar sem fyrri verðlaunahafi hafði þegar veðsett verðlaunagripinn, þá var gjörningalistamaðurinn Hási Andrésson fengin til að búa til eftirmynd af hinum frægu „Nýju fötum keisarans“.

Á myndinni sést herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, veita formanni bankastjórnar Seðlabankans, Davíð Oddssyni, verðlaunin við hátíðlega athöfn í sendiráði Bretlands, sem kostaði öll veisluföng.


mbl.is Bankastjórarnir með of há laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bera lánalínur ekki vexti?!?

Eru lánalínur ekki bara yfirdráttarheimild, og svo koma (háir) vextir þegar við notum þær? Er viðskiptaráðherra að reyna að láta okkur kokgleypa eitthvert bull? Þurfum við ekki á neinum lánum að halda? Angry
mbl.is Ríkisstjórnarfundi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband