Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Að aflokinni atkvæðagreiðslu

Með óbragð í munni um æseif ég kaus

og atkvæði gildu fékk skilað,

en umræðum landans mér hugur við hraus,

á heiftina af einurð var spilað.

Í skútunni þjóðar hver skrúfa er laus;

er skrítið að eitthvað sé bilað?


mbl.is Varar Íslendinga við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensk umræðuhefð

Ég viðurkenni á mig allskyns brot

af ósamþykktum hugsunum,

og ef að ég í þrætum kemst í þrot

þríf ég mig úr buxunum.

 

Á netinu ég naga ófá bök

og nafnleysið þá hvetur mig,

en IP-talan ein er mín svo stök -

það oft í klemmu setur mig.

 

Litlum fuglum legg ég eyrun við

og Leitis-Gróu þekki ég.

Andstæðingum fáum gef ég frið

og framsóknarmenn hrekki ég.

 

Mér himinbláa höndin vísar leið

að háleitasta markinu:

að fláræðisins gata verði greið

með grófu hreðjasparkinu.


mbl.is Harka í ESB-umræðum Framsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband