Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Styrmir, til hamingju

Komdu sæll, Styrmir.

Þér tókst tvenntí þætti Egils Helgasonar í gær.

Í fyrsta lagi, að sýna fram á að Jón Baldvin hefur höfuð og herðar yfir aðra þá sem ræða um stjórnmál á Íslandi; og þar með auka álit mitt á Jóni aftur.

Í annan stað, að snúa mér frá því að hafna aðild að Evrópusambandinu, fái ég að kjósa um það. Ég vil ekki búa í landi sem þínar klíkur stjórna. Þið berið greinilega ekki hag almennings fyrir brjósti.

Ég hjó einnig eftir því að þú sagðist hafa skrifað greinar gegn spillingu sem enginn hefði hlustað á. Hvað meinar þú? Varstu ekki að stjórna áhrifamesta blaði landsins? Settirðu bara skottið á milli afturlappanna, eins og Davíð eftir fjölmiðlafrumvarpsfíaskóið? Eða trúðirðu bara ekkert á það sem þú varst að skrifa? Svona eins og Davíð sem vissi að allt var að hrynja, en lánaði samt peningana mína og þína án tryggra trygginga.

Þú varst einnig nógu duglegur, í þættinum, að segja „við“ um ykkur sjálfstæðismenn, þar til að kom að því að bera ábyrgð. Þá afneitaðir þú flokknum þrisvar, ef ég taldi rétt.

Já, og mikil eru völd þessara tveggja jafnaðarmannastjórnarandstöðuþingmanna sem stoppuðu einir og sér alla tilburði stærsta flokks landsins í að búa hér til betra þjóðfélag. Viltu ekki nefna þá á nafn svo að hægt sé að reisa af þeim síams-styttu?

Nú vil ég líka spyrja þig, á svipan hátt og þú spurðir Jón í gær, og færð þú, eins og þú bauðst Jóni, að velja á milli tveggja svara, þ.e. bæði já og nei:

Ertu hættur að berja konuna þína, Styrmir?

ES: Það er sárt til þess að vita að þú komir úr þeim góða skóla, Laugarnesskóla.

Með Ljóma-kveðjum,

Skrekkur


Þú ert velkominn, Jónas.

Kæri Jónas Kristjánsson.

Sá þennan (http://www.jonas.is/leidarar/greininp.lasso?id=12683) pistil þinn.

Jólin byrja hjá mér þegar sest er að skötuveislunni. Þú ert hjartanlega velkominn. Láttu mig bara vita og ég sendi þér enn formlegra boð.

Kveðja,

Skrekkur


Algjörlega ofboðið?

Fyrst núna?

Karl er hann í krapinu

sem kyngdi öllu tapinu

en Baldurs neyð

víst nokkuð sveið

og nú hann sleppir skapinu.


mbl.is Lögmanni Baldurs algjörlega ofboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Johnny Got His Gun, Dalton Trumbo, 1939.

Bókin „Johnny Got His Gun“ eftir Dalton Trumbo, frá 1939, er mögnuð lesning. En það geta ekki allir lesið hana. Ég fékk ábendingu um hana frá Japan á síðustu öld, og keypti hana á Amazon.com.

Þeir í Metallicu hafa líka komist í tæri við hana, eða myndina sem var gerð eftir henni:

http://en.wikipedia.org/wiki/One_(Metallica_song):

"The song's theme is based on Dalton Trumbo's 1939 novel Johnny Got His Gun. It tells the tale of a soldier whose body is severely damaged after he is hit by German artillery during World War I. His arms, legs, eyes, mouth, nose and ears are gone and he can not see, speak, smell, or hear; but his mind functions perfectly, leaving him a prisoner in his own body. The book was suspended from printing for many years during WWII and the Cold War. Trumbo directed the movie adaptation in 1971, from which the footage for the 'One' music video is taken."


mbl.is Var talinn vera í dái í 23 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband