Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Afar góðar bækur, bíð myndarinnar spenntur

Ég er búinn að lesa fyrstu tvær bækurnar, og sú þriðja kemur á ensku í haust, þannig að hennar er orðið stutt að bíða.

Ég les mjög lítið af sakamálasögum, en kolféll fyrir þessum bókum. Frábær persónusköpun og flétturnar mjög skemmtilegar.

Vonandi verður myndin enn í sýningu þegar ég kem frá Ástrallalíu á ágúst.

Óþreyjufullur ég bíð næstu bókar,

og bíóið sæki er kemst ég loks heim.

Spennandi finnast mér fléttunnar krókar,

já finnst þetta bera af meisturum keim.


mbl.is Karlinn sem leikur Blomkvist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Við bara ræddum saman..."

... sagði Jóhanna, aðspurð um hvort stjórnarþingmenn væru kúgaðir.

Það verður "meira rætt saman" í næstu viku til að koma þessu úr nefnd, því að umsóknin í EB fellur dauð og ómerk ef stjórnin kemst ekki að "sameiginlegri niðurstöðu":

Þegar er staðið, styrkum á fótum

með stoltið í lagi, er sjálfsagt að kanna.

En felldur í duftið af foráttu þrjótum

þú ferð ekki skríðandi til þeirra manna!


mbl.is Icesave úr nefnd í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður ESB aðild auðveldari...

... í þjóðaratkvæðagreiðslu, miðað við þær umræður sem eru um afsal auðlinda í báðum málum?

Þegar stóllinn undir er

afstaðan er skýr:

Þjóðinni nú þegja ber

sem þægar mjólkurkýr.


mbl.is Icesave erfitt í þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband