Auðvitað átti ríkið að eiga Sjóvá áfram

Hvað hefði tekið mörg ár að vinna upp tapið með arðgreiðslum af eðlilega reknu tryggingarfélagi?

Sama með Landsbankann. Ríkið á að eiga hann áfram. Síðan á að einskorða hann við grunnbankaþjónustu með ríkisábyrð á innistæður, en taka alla ríkisábyrgð af innistæðum hjá bönkum sem reka jafnframt fjárfestingasjóði.


mbl.is 11 milljarðar fyrir gjaldþrota félag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvað?

Ganga úr EES?

Kveðja frá Hong Kong.

Jóhann Kristinsson (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 00:11

2 Smámynd: Jón Óskarsson

Þú ert væntanlega að grínast ?

Það eitt að kaupa þennan hlut réttlætir að Steingrímur Joð ætti að fara fyrir landsdóm.

Jón Óskarsson, 28.6.2012 kl. 00:45

3 Smámynd: Billi bilaði

Jóhann, er EES óbreytanlegt samfélag?

Jón, ég var að tala um söluna, ekki kaupin. Fyrst að búið var að ana út í þessi kaup, þá á ekki að gefa peningana fyrr en í fyrsta lagi búið er að vinna þá til baka.

Ef EES eða EB ætlar að neyða samfélög til þess að gefa auð sinn eða sleppa því að byggja upp samfélg sem virkar fyrir alla, þá er það ekki góður félagsskapur. Annars mun ég kjósa með inngöngu í ES fái ég tækifæri til þess.

Billi bilaði, 28.6.2012 kl. 10:23

4 Smámynd: Jón Óskarsson

Hver hefði fjármagnskostnaður ríkissjóðs orðið við það að halda áfram í hlutinn ?  Hverjar hefðu vaxtatekjur ríkisins orðið ef þetta hefði áfram staðið sem lán en ekki verið breytt í hlutafé ?  Hvaða munur er á því söluverði sem nú er að fást fyrir Sjóvá og því sem aðilar ekki þóknanlegir Má Guðmundssyni Seðlabankastjóra vildu greiða fyrir félagið ?  Hvernig mun skaðabótamál fara sem viðkomandi kauptilboðsgjafi hyggst fara í gagnvart ríkinu ?  Mun Steingrímur Joð sleppa við ákærur úr af þessu máli þar sem lög um ráðherraábyrgð eru svo fáránleg að það skiptir engu hvaða brot menn fremja í starfi fyrsta ár kjörtímabilsins því menn eru "save" með það fram yfir næstu kosningar ?   Hvaða skaða hefur þessi gjörningur Steingríms haft fyrir samkeppnisaðila á tryggingamarkaði ?  

Jón Óskarsson, 28.6.2012 kl. 22:24

5 Smámynd: Billi bilaði

1: Væntanlega minni en hagnaðurinn, því að tryggingafélög eru með arðbærari rekstri sem hægt er að stunda.

2: Ekki hugmynd, en þessu var breytt í hlutafé.

3: Ekki hugmynd, það var ekki gert, og því var ég ekki að fjalla um það.

4: Ekki hugmynd, það breytir ekki því hvernig staðan á eignarhaldinu var orðin.

5: Eflaust mun SJS sleppa við ákærur. Það ber, því miður, enginn ráðamaður á Íslandi neina ábyrgð.

6: Ekki meiri skaða en hefur orðið í svo mörgum öðrum geirum, allt út af græðgi fjórflokksins og þeirra snýkjudýra.

Ég vil fá banka og tryggingarfélag (a.m.k.) í ríkiseigu, sem ég get stundað viðskipti við. Ég er (sem höfuðborgarbúi) neyddur til að stunda bankaviðskipti við 1 af 4 glæpabönkum. Sparisjóðir ekki í boði. Það má þakka öllum fjórflokknum.

Ég vil fá bifreiðaskoðunarstöð í opinberri eigu líka. Ég vil ekki þurfa að eiga viðskipti við núverandi stöðvar sem allar hafa á sér fingraför hrunmanna.

Auðvitað þarf að setja ströng lög um rekstur slíkra fyrirtækja, þannig að samkeppni sé eðlileg. Ég hafna hins vegar þeim blinda kapítalisma að ríkið megi ekkert eiga sem geti skilað arði.

Billi bilaði, 29.6.2012 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband