Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Steingrímur reynir á þrískiptinguna

Fari svo að þessi illa ígrundaði héraðsdómur verði staðfestur, (sem gengur þá þvert á síðustu niðurstöðu fjöl- og sérskipaðs hæstaréttar, þar sem fleiri mál voru tekin saman og hugsað breytt um málið), þá er Steingrímur hér með búinn að dæma þá niðurstöðu sem sérpantaða. (Jafnvel þó að Sigurður Líndal, sá merki maður hafi (að mínum dómi) misstigið sig með því að segja dóminn vel undirbyggðan. Þeirri skoðun mun ég ekki hvika frá, nema að Sigurður skrifi ítarlega grein um það hvernig dómurinn standist neytendarétt.)

Ætli hæstiréttur að sýna fram á að að Dómsvaldið sé í raun ein af grunnstoðum lýðræðis á íslandi, þá, hér með, geta þeir ekki staðfest þennan dóm óbreyttan.

Það er þá líka á hreinu að þetta mál (eða önnur sambærileg) fara til Evrópudómstólsins, þar sem verður reynt á lögin frá 1995 um neytendavernd.

Steingrímur styður við banka

sem stálu frá þjóðinni.

Hæstiréttur skal hanka

og halda yfir glóðinni

lántakendum sem létu

lögbrjóta plata sig;

því græðgiskarlarnir grétu

gróðans mikla hnig.

.

Skjaldborgin alltaf skýrist,

skelfing er hana að sjá.

Stjórnin í höm þar hýrist

og handvaldir vinir hjá.

Þá sem að þangað sækja,

en „þjóðinni“ ey teljast með,

skal hrópað á og hrækja,

sem hver önnur fórnarpeð.

.

Lögbrotin skulu líðast

langtímaþjófunum

sem tala nú sem tíðast

um tap hjá þeim bófunum

sem vinstristjórn muni velta

ef verji hún ekki þá

sem heimili landsins helta

og heimta að mega flá.

.

En þetta er síðasta sinnið

að svo skipist málin hér.

Þó kjósenda misjafnt sé minnið

er málstaðurinn nú svo ber

að aldrey mun vinstri villan

veljast í stjórn á ný,

og helvítis hægri grillan

mun heiðra sitt leiguþý.


mbl.is Staðfesting héraðsdóms mun eyða óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ort í tilefni þeirra frétta að Bandaríkjamenn heyi nú sitt lengsta stríð frá upphafi

Það stríð sem þú háðir var stórkostlegt sjónarspil

og stóð yfir lungann af bestu árum þínum,

við óvin sem stundum virtist ey vera til

en varði þó stöðugt land sitt með byssum og mínum.

.

Hver orrusta reyndi til fulls á þrek þitt og þor

og þó að í upphafi styrk þinn það virtist auka

tók síþreytan smátt og smátt yfir og ójafnt varð skor,

að endingu varð það helvíti hvern dag að þrauka.

.

Að lokum þú hörfaðir, fyrst var það skref fyrir skref.

Er skelfingin greip þig þá fæturnir tóku sprettinn.

Þú stöðvaðir ey meðan nályktin lék um þitt nef,

til neins kom nú sannfæring þín, að þú værir með réttinn.

.

Nú situr þú einn inni í rammgerðu virki sem var

og vonar að óvinur þinn ekki leið þangað finni.

Þú færð ekki hvílst, fyrir aldur fram útbrunnið skar,

og óskar þess heitast að stríðinu bráðum linni.


mbl.is Dauðasveitir í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært framhald...

Um daginn var flott heimildarmynd á RÚV eftir Stefán Drengsson um fyrri þátttöku þessara tveggja keppenda á þessu sama móti.

Það er greinilegt að þau hafa komið tvíefld til leiks nú, og verður gaman að fá fréttir af úrslitum þessa móts.

Ekki væri verra ef skjámiðlar gætu sýnt myndir af þessu móti.


mbl.is Íslensk stúlka leiðir heimsmeistarmót í Crossfit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband