Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Heiðursmaður horfinn er...

Alvalds hefur einkaher

nú ýtt úr vör.

Og heiðursmaður horfinn er

í hinstu för.
mbl.is Einar Oddur Kristjánsson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli þeir sleppi?

Eitrið, það er enginn vafi,

allt var hirt.

Ætli Dje Vaff eitthvað hafi

um það birt?


mbl.is Sex handteknir í tengslum við kókaíninnflutning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þórsmerkurljóð hið síðara

Er lífsháska þau lentu í

hann lagðist beint á hnéð,

og kærastan með kurt og pí,

hún kraup þar honum með.

 

Og bónorðið hann bar þar fram

í bíl, í miðri á,

hjá fraukunni það féll í kram,

í flýti sagð’ hún „Já“!

 

Í faðmlögum þau fundust sæl

og fljótt á land var náð,

en sagan mun víst senn um hæl

í sögubækur skráð.

 

Sjá einnig: http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item163566/


mbl.is Trúlofun í miðri Krossá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sama gamla vandamálið?

Vandinn mér virðist að stafi

af vöntun á samkeppnismóð,

því töluverð hækkun í hafi

hrjáir nú íslenska þjóð.


mbl.is Matvæli dýrust á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þá ekki komið að bókabrennum?

Bráð er sú vá sem að börnum mun steðja,

ber þau að passa með sérhverju ráði.

Safn mitt af Tinna ég senn mun nú kveðja,

og setja á bál, þó að gráti það snáði.

 

Doddi og Sambó þeir dæmast víst líka

sem dekur við fordóma, kúgun og vansa.

Svo úreltum skoðunum enginn má flíka,

já, eldurinn kætist; og logarnir dansa.


mbl.is Tinni fjarlægður úr barnabókahillum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilja menn þetta á Vestfirði?

Vita menn hversu sterkbyggð olíuflutningaskipin eru sem þyrftu að sigla um Halamið á öllum tímum árs til að koma olíu til og frá þessari hreinsistöð sem verið er að hugsa um? 

 

 

Ef hreinsistöð verður á Vestfjörðum reyst

þá vanda mun engann það leysa.

Því olíuskipin fær ólgusjór kreist,

og umhverfisslys munu geysa.


mbl.is Olíubrák á sólarströndum Ibiza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta hús kaupir ekki hver sem er...

Hátt þeir vilja húsið meta,

halda þeir á sjóinn blint;

en Björgólfar og Baugsmenn geta

boðið í það skiptimynt.
mbl.is Hús til sölu fyrir 10 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og sumir græða á þessu...

Hækkun er stöðug á húsnæðisverði

og hagnað það myndar hjá bönkum.

Mér sýnist að krónan hér kaupmáttinn skerði;

þeir kunna að hald’ okkur blönkum!


mbl.is Vísitala neysluverðs hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður fengur

Tvöhundruð kílóin tóku vel á,

og tölverða stund mátti brasa.

Lúðunni Braga svo loks tókst að ná,

og liggur nú vel á þeim Þrasa.


mbl.is Dró 200 kílóa lúðu um borð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta hlýtur að hjálpa frystihúsunum...

Ef að þorskinn þingmennirnir taka,

þá víst munu frystihúsin loka.

En Pólverjarnir sem að fiskinn flaka,

fá sér núna skóflu, og vegi moka.


mbl.is Vegaframkvæmdum fyrir 6,5 milljarða verður flýtt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband