Einnig nauðsyn að tryggja virkni atkvæða

Miðað við þær fréttir sem verið hafa af því hvernig atkvæði verða talin, þá stefnir í það vinsældakjör sem sjálfskipaðir sérfræðingar vara nú ítrekað við.

Sé þetta rétt, þá eru þetta forkastanleg "Yes Minister" vinnubrögð og embættismannakerfinu til algerrar skammar fyrir hönd þjóðarinnar. (Sennilega fær embættismannakerfið þó sérstaka heiðursviðurkenningu frá höfundum þáttanna "Yes minister".)

Undanfarin ár hef ég verið langdvölum í Ástralíu, meðal annars bæði í kosningabaráttu sveitarstjórnarkosninga í fyrra (sem enginn virtist hafa áhuga á), og í kosningabaráttu og kosningum til alþingis þar nú í sumar (sem 1 eða 2 sögðust hafa áhuga á).

Það var afar merkilegt að fylgjast með alþingiskosningunum. Meginástæður þess að nú er "samsteypustjórn" í Ástralíu er sú að kosningakerfið hvetur þig til þess að kjósa þinn uppáhalds frambjóðanda. Nái viðkomandi ekki kjöri, þá færist atkvæði þitt yfir á þann sem þú settir númer 2, og svo koll af kolli, þar til endanleg úrslit eru komin fram.

Þetta virkar svo sjálfsagt á mig, að ég stend og gapi yfir fáránlegum ákvörðunum spillingaraflanna hér á Íslandi.

ES: Í umræðum um Ísland vs. Tasmaníu, sögðu Tasmanir að sennilega væru þeir með alveg jafn spillta stjórnmálaelítu og Ísland, ef ekki kæmi til að þeir væru eitt af ríkjum Ástralíu.


mbl.is Eiga að geta kosið með eðlilegum hætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband