Eitthvað er nú brogað hér í þýðingu

"Blaðið vísar til þess, að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, segi að vísindalegar rannsóknir styðji að hættan á brjóstakrabbameini aukist um 10% fyrir hvern dag sem viðkomandi neytir 10 gramma af áfengi."

Sem sagt, eftir 10 drykki sem neytt er sitthvern sólarhringinn, er kona komin með 100% líkur á brjóstakrabba! Eitthvað segir mér að það geti ekki alveg staðist.


mbl.is Tengsl milli áfengis og krabbameins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það er rétt hjá þér að þetta stenst ekki!

Gísli Ingvarsson, 30.12.2009 kl. 18:55

2 identicon

Ég geri ráð fyrir að það sé verið að meina að prósentan staflist, þeas fyrst kemur 10% (af 100%), svo næsta sólarhring 10% af þessum 90% sem eru eftir, sem er 9% plús fyrstu 10%, gerir 19%. svo þriðja daginn 10% af 81% sem er eftir og svo framvegis.

Bara eftir 10 daga verður prósentan komin upp í ca 65% hættu gróflega reiknað og hækkar minna hvern dag. Eftir 20 daga ætti hún að vera nálægt 88% ef reiknað svona og eftir 30 daga rétt yfir 95%... ef þetta er rétt skilið hjá mér.

Þór (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 21:53

3 identicon

Það er að auki ekki til neitt á Íslensku sem heitir östrogen-hormón... En það er aftur á móti danskt heiti á orðinu estrógen.

Gunnar (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 23:04

4 Smámynd: Sigrún Óskars

Þeir Moggamenn hafa aldrei vandað sig við þessar þýðingar - væri fróðlegt að vita hver sér um þýðingarnar.

Sigrún Óskars, 2.1.2010 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband