Hluti af kaupréttarsamningum eða óvenjuleg öflun rekstrarfjár?

Nú hef ég mjög takmarkaða þekkingu á kaupréttarsamningum, en ég hélt að þeir færu þannig fram að þú færð rétt til að kaupa hlutabréf í viðkomandi fyrirtæki á föstu gengi eftir ákveðinn tíma. Það er þá eflaust bara ein útfærsla?

Það er kannski hægt að kalla þetta einhvers konar kauprétt, en hér virðist vera um það að ræða að Teymi notar sér það að fá lán út úr Glitni (sem var að hluta til í eigu tengdra aðila, er það ekki?) inn í rekstur fyrirtækisins með gerfisölu á hlutabréfum til æðstu stjórnenda. (Ábyrgðin á sölunni, og greiðslum, er hjá Teymi, en aldrey hjá kaupendunum.)

Þetta er þá nákvæmlega eins gjörningar og sambærileg eignarhaldsfélög starfsmanna bankanna, sýnist mér, að öllu leiti öðru en því, að þar fóru engir peningar út úr bönkunum, heldur voru það bara bókfærðar skuldir, á meðan hér er fyrirtæki í rekstri að ná sér í rekstrarfé á óvenjulegum forsendum.


mbl.is Teymi tók yfir skuldir stjórnenda félagsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ríkisbankinn sér svo um að millfæra draslið frá heiðurshjónunum yfir á bakið á skuldsettum heimilum í formi verðbólgu og gengishruns.

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband