Starað á netið

Ég hef farið á netið, fréttir skimað,
um fallandi markaði, vaxandi beyg.
Yfir mig þyrmir, og þjóðina svimar,
þingið er slegið og stjórnin er feig.

Góðærið er farið, það gekk til þurrðar,
gróðinn sem fékkst, var bókhaldsleikfimi tær.
Útrás með lánum, nú alla hér furðar,
og alþjóðasjóðir spenna út klær.

Seðlabankastjórarnir enn sitja sem fastast
sjáanlega alveg bit.
Milli einkavina í kekki hefur kastast
er kreppunnar dreyfist smit.

Og ég botn‘ekki neitt í því.

Ég hef starað á netið, stjarfur setið,
stiginn séð dans hrægamma um gullsins kálf.
Blóðugt ketið, beittir goggar fá étið,
og brjóta niður þjóðar okkar sjálf.

Ég hef öskrað á netið, alveg trylltur,
er enginn virðist geta sagt hvernig staðan er.
En það dimmir af ryki því dansinn er villtur,
djöfullinn nú hlær, er allt í gjaldþrot fer.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband