Afstaða Más og Gylfa segir okkur skýrt...

... að þeir reikni með því að á Íslandi verði viðvarandi verðbólga, og að þeir ætli ekkert að gera í því að halda hér niðri verðbólgi.

Hér þyrftu þeir að taka sér Besta Flokkinn til fyrirmyndar og hugsa í lausnum, en ekki vandamálum.

Lausnin er einföld. „Róum að því öllum árum að reka hér þá hagstjórn að verðbólga verði lítil sem engin. Þá mun hinn afdæmdi verðbreytingarþáttur gengislánanna engu máli skipta.“

En, nei. Svo langt nær ekki hugsun þessara ágætu manna. A.m.k. nær hún ekki svo langt að komast út um munn þeirra.

Mín ósk til þeirra beggja er því: Vinsamlegast segið af ykkur strax, og leyfið öðrum að komast að stjórninni sem áhuga hafa á því að leysa vandamálin, en ekki tala þau upp.

 

Afstaðan er alveg skýr:

„almenningi blæða skal

og hagnast skulu helgar kýr“

hugnast lítt mér þetta tal.


mbl.is Taka stöðu gegn almenningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband